Valshlíð 16, 102 Reykjavík
70.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
78 m2
70.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
43.920.000
Fasteignamat
70.500.000

Valborg fasteignasala kynnir virkilega glæsilega, bjarta og nýlega 2. herbergja íbúð í vönduðu og fallegu fjölbýlishúsi á 2. hæð með sérinngangi úr inngarði. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar í stofu. Einkastæði í bílakjallara með hleðslustöð. Svalir snúa til suðurs.  Byggingin er viðhaldslítil, húsið er klætt að utan með álklæðningu. Frábær staðsetning í göngufæri við háskóla- og vísindasvæðið í Vatnsmýrinni, Nauthólsvík, Öskjuhlíð og miðbæ Reykjavíkur.  Vel umgengin íbúð sem er svo gott sem ný! 

Nánari lýsing:
Forstofa með innbyggðum fataskáp.
Svefnherbergið er rúmgott með innbyggðum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og hluta til á veggjum, sturta, falleg innrétting með quartzborðplötu með hringvaski ofaná, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, handklæðaofn og upphengt salerni.
Eldhúsið er opið inn í stofu. Fallegri innrétting með efri og neðri skápum og quartzborðplötu.  Innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti fylgja.  Led lýsing undir efri skápum og span helluborð með viftu yfir. 
Stofa/borðstofa með harðparketi á gólfi, gólfsíðir gluggar og útgengi út á svalir til suðurs með fallegu útsýni. 
Sérgeymsla í sameign með tvöfaldri lofthæð.

Lóð: Bílastæði er staðsett í bílageymslu og er með hleðslustöð. Garðurinn er glæsilegur og einstakur sælureitur. Upphituðar gönguleiðir að hluta til með snjóbræðslu í inngarði. Umhverfið: Stutt er að fara til að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Einnig er stutt á marga af stærri vinnustöðum miðborgarinnar auk tveggja háskóla. 

Hjá HMS er íbúðin með fastanúmer 250-9120, merkt 01 0226, 78,5 fm, þar af sérgeymsla11,5 fm merkt 01-157 og stæði í bílageymslu merkt 01C08. 

Hafið samband og bókið skoðun.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson viðskiptafr. - löggiltur fasteignasali, í síma 8965865, tölvupóstur [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.