Vesturhús 1, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
149.800.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
235 m2
149.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
111.950.000
Fasteignamat
136.250.000


Valborg fasteignasala kynnir: Bjart og fallegt hús með mikilli lofthæð og glæsilegu útsýni. Tvöfaldur bílskúr, tvennar svalir og góður garður með heitum potti. Húsið er samtals 235 fm auk svefnhergi í risi sem ekki er inni í  skráðum fermetrunum. Tvöfaldur  49,4 fm. bílskúr.
Húsið samanstendur af tveimur stofum borðstofu, eldhúsi og baðherbergi á efri hæð ásamt tveimur svölum og aðgengi í garð. Aðgengi að lofti með svefnherbergi. Á neðri hæð er hjónaherbergi með sér baðherbergi og útgengi út í garðinn ásamt tveimur mjög rúmgóðum svefnherbergjum og þvottaherbergi.


Eignin er í góðu og fjölskylduvænu hverfi efst í Grafarvogi.
Leikskóli, grunnskóli, sundlaug og íþróttamiðstöð í göngufæri og stutt í alla aðra þjónustu.
Stutt er á golfvöll og fallegar gönguleiðir allt um kring.


Nánari upplýsingar veitir Maria Guðrún Sigurðardóttir , í síma 8201780, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing:
Efri hæð:

Efri hæðin er björt og opin með hárri lofthæð og glæsilegu útsýni sem flæðir á milli rýma. Hæðin býður upp á auðvelda möguleika til breytinga að þörfum nýs eiganda.
Stofur: Tvær bjartar stofur með arin og mjög góðri lofthæð. Mögulegt er að loka fyrir aðra stofuna og útbúa fimmta svefnherbergið.
Borðstofa: Bjart rými með stórum gluggum og útgengi út á  tvennar svalir. Af öðrum svölunum liggur stór sólpallur með stiga niður í garðinn.
Eldhús: Ljós innrétting með gegnheilri eik á borðum og eldunareyju, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp, veggir með flísum. Ný Bosh eldavél. Eldhúsið var að endurgert að hluta til 2016 með nýrri borðplötu, flísum og tækjum.  
Baðherbergi: Flísalagt með fallegri viðar innréttingu og steinvaski. Innrétting og vaskur eru frá 2022. Baðkar og sturta.
Flísar á allri hæðinni.

Neðri hæð:
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart herbergi með útgengi út í garð, frönsk tvöföld hurð og sér baðherbergi.
Baðherbergi: Inn af hjónaherbergi, flísalagt með vaskinnréttingu, sturtu og upphengdu klósetti. Baðherbergið var gert upp árið 2017.
Svefnherbergi II: Afar rúmgott með sér fataherbergi og hornglugga.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi með góðum skápum og möguleika á fataherbergi.
Þvottaherbergi: Vel skipulagt þvottarými með góðu upphengi og vinnsluplássi. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.

Svefnherbergi IV: (Risherbergi): Rúmgott herbergi með þakgluggum og góðu geymsluplássi.
Bílskúr:  Tvöfaldur bílskúr eða 49,4 fm. Í bílskúr er tengi fyrir þvottavél ásamt útgengi í garð. Mögulegt að útbúa þvottaherbergi eða séríbúð.
Garður: Rúmgóður og gróinn garður með fjölda nýtilegra svæða. Nýlegur pallur  útaf svölum með góðu útsýni og stiga í garð. Pallurinn er byggður árið 2020 úr furu og lerki. Stór pallur á neðri hæð með skjólgirðingu, heitum potti og pagódu
Bílastæði er fyrir 3-4 bíla með upphituðum hellum og geymsluskúr.

Möguleiki er að útbúa aukaíbúð á neðri hæð hússins.
 
Húsið er almennt í góðu ástandi en eigendur létu yfirfara og skipta um timbur í gluggum ásamt viðgerðum og viðhaldi á hrauningu árið 2023.
 
______________________________________________________________________________________________________________________________
 
Valborg agency presents: A bright and beautiful house with impressive ceiling hight and fantastic views. Double garage, two balconies and a generous garden with a hot tub. The house is 235sqm in total plus loft bedroom that is not included in the square metre count. The double garage is 49,4sqm.
The house comprises of two living rooms, a dining room, a kitchen, and bathroom on the upper level. The upper level also includes two balconies and access to the garden. On the lower floor you find a master bedroom with an en-suite bathroom and access to the garden as well as two very spacious bedrooms and a laundry room.
The property is in a lovely family friendly estate at the top of Grafarvogur.
Kindergarden, elementary school, swimming pool and sports facilities all within walking distance and other services are close by. Short distance to golf course and beautiful walking routes all around.

Further information please contact María Sigurðardóttir, at 8201780 email: [email protected]

Detailed description:
The upper level is an impressive open plan space with high ceilings and an abundance of natural light. The space is perfect for both entertaining and family living and offers opportunities for development to suit the needs of a new owner.
Upper level:
Living areas: Two bright living rooms with a fireplace and impressive ceiling hight. One of the living spaces could easily be converted into a bedroom if desired.
Dining area: A bright space with large windows and access to two balconies. One of the balconies is connected to a large sundeck with outstanding view from where you can access the garden.
Kitchen: The kitchen was remodelled in 2016 and comprises of lightly coloured cabinets with solid oak topper and island and space for a double American style fridge. There are subway-style tiles on the walls and a new Bosh cooker.
Upstairs bathroom: A lightly tiled bathroom with a beautiful wooden bathroom unit and stone sink. Bathtub and shower.
The entire floor is tiled with partial underfloor heating.


Lower level:
Master bedroom: A spacious and bright room with a private entrance to the garden and an en-suite. Double French doors.
En-suite: Remodelled in 2018 with white subway style tiles and.
Bedroom II: A very spacious bedroom with its own dressing room and large corner window.
Bedroom III: A spacious bright room with good cupboard space and the possibility of installing a dressing room.
Laundry room: A well-organized laundry space with good functional folding and hanging space. Space for a washer and drier.

Bedroom IV (Loft space): A spacious bedroom with vlux windows and great storage space. 
Garage: A double 49,4sqm garage. The space has connection points for a laundry machine/sink as well as an exterior door to the kitchen. Possibility of easily converting to a larger laundry space or self-contained appartment.
Garden and outside: Spacious and grown garden with multiple spaces. A new decking (2020) connects the balconies and garden. The decking was built in 2020 from pine and larch and enjoys extensive views over Reykjavik and the bay. Off the master bedroom is a large decking with fencing, hot tub, and a pagoda.
Parking for 3-4 cars with heating underneath and a wooden storage shed.

The property is generally in good condition. Current owners had exterior timber window frames inspected and replaced where needed as well as maintenance and small repairs on the exterior cladding of the house. 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.