Öxnalækjarvegur 3D, 810 Hveragerði
30.650.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
86 m2
30.650.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
1.265.000

VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu atvinnuhúsnæði við Öxnalækjarveg 3, 810 Hveragerði.
Húsnæðið með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsluhurðum. Mænishæð er u.þ.b 7,5 m og hæð við langhlið um 5,5 m.
Húsið er byggt á steinsteyptum undirstöðum og plötu. Burðarvirki veggja og þaks er vandað límtré frá finnlandi. Lagnir eru utanáliggjandi. 3ja fasa rafmagn.
Þak og útveggir eru klæddir og einangraðir með samlokueiningum og milliveggir einangraðir með steinull.
Inntaksrými er við enda hússins og er það í sameigin. Byggingin er á einni hæð, en mögleiki á millilofti.
Í húsinu eru vandaðir þýskir álgluggar og gönguhurðir. Iðnaðarhurðirnar eru frá danska merkinu Nassau með drifmótor og fjarstýringum. Hæð hurða er 4,4 m.
Lóðin verður malbikuð. Húsnæðið skilast fullfrágengið með lokaúttekt, á byggingarstigi 7.
Um er að ræða húsnæði með vsk kvöð.


Um er að ræða miðjubil sem er skráð 86,9 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Merkt 0108 (D) á teikningu.
Kaupandi yfirtekur vsk kvöð enda er gert ráðfyrir að hann sé með vsk skylda starfsemi.


Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.