Álfahvammur , 810 Hveragerði
Tilboð
Lóð/ Byggingarlóð
3 herb.
196 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
51.800.000
Fasteignamat
92.600.000

VALBORG fasteignasla kynnir í einkasölu tvær lóðir við Álfahvamm, 810 Hveragerði.
Um er að ræða tvo byggingareiti, hvor um sig fyrir tveggja hæða hús, á einstökum stað við Varmá. 
Möguleiki getur verið að byggja einbýli, tvíbýli, þríbýli eða jafnvel fjórbýli. 
Seljandi mun bæði sækja um skiptingu lóðarinnar og sækja um leyfi fyrir byggingu einbýlis eða fjölbýli, komi til þess að lóðinni verði skipt upp í þrjár minni lóðir.
Hér er á ferðinni gríðalega falleg staðsetning við Varmánna, rétt við Hamarinn. Lóðirnar eru staðsettar við útivistarparadís Hvergerðinga en fjölmargara göngu- og hjólaleiðir eru í nágrenni lóðanna.
Athugið að um leigulóð/ir er að ræða en þeim fylgir frí hitaveita.

Sjá staðsetningu hér.
Núverandi deiliskipulag, frá maí 2021, fyrir svæðið má hjá hér.
Skýringaruppdrátt fyrir svæðið má sjá hér.
Skipulagsgreinargerð fyrir svæðið má sjá hér.
Verðskrá fyrir byggingargjöld í Hveragerði árið 2024
má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.