Miðhús 44, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
129.500.000 Kr.
Fjölbýli
6 herb.
211 m2
129.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
90.770.000
Fasteignamat
111.500.000

Valborg fasteignasala kynnir glæsilega, bjarta, og mjög rúmgóða 211,7 fm 6 herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi við Miðhús 44 í Grafarvogi. Íbúðin á efri hæð er 141,4 fm og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, sólstofu, sjónvarpshol, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.  Bílskúr er 25,9 fm.  Hátt til lofts og inngangur í götuhæð.  Á neðri hæð er sérinngangur í 44,4 fm íbúðarrými með svefnherbergi, þvottaherbergi, baðherbergi og geymslurými.  Hentar vel til útleigu.

Nánari lýsing efri hæðar:
Stofa og borðstofa með parketi, hvíttuðum hlyn í lofti með innfelldri lýsingu.  Þaðan farið út í sólstofu. Útsýni að hluta yfir borgina og til fjalla.
Sólstofa er flísalögð með gólfhita og innfelldri lýsingu í lofti, þaðan farið út á opnar svalir.
Sjónvarpsstofa innaf forstofu er aðskilin frá stofu með frístandandi millivegg.
Eldhús með góðu skápaplássi, nýlegum ofni og örbylgjuofni og parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, glugga, sturtu og baðkari.
Svefnherbergisgangur með parketi.
Hjónaherbergi með dúk á gólfi, fataskáp og glugga í tvær áttir.
Svefnherbergi 1 með dúk á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 með parketi á gólfi.
Forstofa með náttúruflísum á gólfi og góðum fataskáp.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Sérinngangur er í íbúðarrýmið að austan en einnig er innangengt frá svefnherbergisgangi.  Íbúðin skiptist í andyri/geymslu, svefnherbergi, þvottaherbergi og baðherbergi.  Íbúðin er með flísum á gólfi.  Gólfhiti í öllu rýminu.  Hægt er að koma fyrir eldhúsi þar sem nú er þvottaherbergi og þá hentar einingin vel til útleigu.

Húsið er tvíbýlishús og hefur fengið gott reglulegt viðhald í gegnum árin og lítur vel út.  Snjóbræðsla fyrir framan hús nær yfir bílastæði framan bílskúrs, framan anddyris til og með stétt að götu fyrir framan eldhúsglugga.
Helstu viðhald og endurbætur síðustu ár er eftirfarandi:
2005 byggt yfir svalir, efni og vinna frá Gluggar og garðhús.
2009 gerður nýr eignaskiptasamningur.
2009-2010 Innréttað rými í kjallara - herbergi, geymsla, þvottahús, snyrting – gerður stigi milli hæða.
2019 þak lagfært menjað og málað, gluggar og þakkantur málaður.
2020 sett nýtt gler í neðri hluta glugga á suðurhlið hæðarinnar og einn í efri hluta, alls 19 rúður.
2022 útveggir regnvarðir.

Hafið samband og bókið skoðun.  Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Steinþórsson löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur í síma 896-5865, tölvupóstur [email protected].

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.