Mávahlíð 5-7, 240 Grindavík
38.500.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
420 m2
38.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
23.100.000

Valborg fasteignasla kynnir í einkasölu Mávahlíð 5 - 7, 240 Grindavík.
Um er að ræða sökkla að parhúsi í byggingu með innbyggðum bílskúr, teiknað af Valgeiri Berg Steindórssyni. 
Stærð hvorrar íbúðar með bílskúr er 210,3 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, íbúðirnar 174,2 m2 og bílskúrarnir 36,1 m2.
Gert er ráð fyrir tveim bílastæðum á hvorri lóð. 

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].

Sjá staðsetningu hér:


Skipting eigna er eftirfarandi:
Forstofa, stofa/eldhús, hol, baðherbergi, tvö til þrjú barnaherbergi, hjónasvíta með fataherbergi og sér baðherbergi, geymsla og bílskúr. 
Svefnherbergin eru frá 9,6 - 18,8 m2 að stærð. 
Bílskúr er teiknaður 25,7 m2 að stærð, en inn af honum eru aukalega 6 m2 geymsla. Hátt er til lofts í skúrnum svo auðvelt er að útbúa milliloft. Heildarstærð hvorrar eignar er 210,3 m2.

Búið að steypa og einangra sökklana og jafna fyrir einangrun undir botnplötu. 
Frárenslislagnir innan sökkla fullkláraðar samkv. teikningum.
Búið að grafa niður á fast og fylla undir fyrir stoðvegg á milli húsa að framanverðu.
Auðvelt að breyta skipulagi innanhús á þessu stigi en allar teikningar fylgja með.

Mögulegt er að fá húsið lengra komið en verð fyrir báða sökklana og talið er upp hér fyrir ofan er kr. 38.500.000,-

Mávahlíð 5 með fastanúmeri 2519318 er skráð 210,3 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, íbúðarhlutinn 174,2 m2 og bílskúrinn 36,1 m2.
Mávahlíð 7 með fastanúmeri 2519320 er skráð 210,3 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, íbúðarhlutinn 174,2 m2 og bílskúrinn 36,1 m2.


Teikningar:
Útlit
Afstaða og skýringar (byggingarlýsing)
Skráningartafla
Grunnmynd

Úrdráttur úr byggingarlýsingu:
Mávahlíð 5-7 er steinsteypt parhús á einni hæð. Í húsinu eru þrjú til fjögur svefnherbergi auk stofu, eldhús, tvö baðherbergi og bílageymsla. Lóðrnar er 769 og 783 m2 með tveimur bílastæðum hvor og bakgarði til vesturs. Lóðirnar verður hellulögð í innkeyrslu og stéttum, sem og palli bakvið. Húsið er hannað m.t.t. algildrar hönnunar og uppfyllir ákvæði byggingarreglugerðar þaðr að lútandi. Aðkoma og bílastæði verða vestan megin við parhúsið. Algild hönnun: Hindrunarlaust aðgengi skal vera frá keyrslusvæði og upp á gangstéttir í allar áttir sem hreyfihamlaður einstaklingur þarf að komast. Sama á við tengingar inn á lóð. Þak er mænisþak, byggt upp af stálbitum og timbursperrum og einangrað verður milli sperra með þakull. Gluggar eru timbur/ál, settir í eftirá.

Samkvæmt árlegum könnunum Gallup á ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélaga er Grindavík í fyrsta sæti.
Laus leikskólapláss voru í Grindavík síðastliðiðinn vetur og hófust framkvæmdir í fyrra við að byggingu nýs leikskóla til að mæta íbúafjölgun.
Atvinnuástand í Grindavík er með því besta á landinu, atvinnutekjur á íbúa yfir landsmeðaltali og útsvarsprósenta í Grindavík (14,4%) er með því lægsta á suðvesturhorni landsins.
Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar er með því besta á Íslandi.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.