Borgarbraut 2, 805 Selfoss
44.800.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
3 herb.
93 m2
44.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2000
Brunabótamat
46.350.000
Fasteignamat
30.500.000

Valborg fasteignasla kynnir í einkasölu Borgarbraut 2, 805 Selfoss. 
Um er að ræða snotra parhúsaíbúð á hornlóð við Borg í Grímsnesi. 
Eignin er 93,2 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. 
Húsið telur forstofu, hol, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymslu og risloft.


Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð, flísar á gólfi.
Hol / stofa saman í björtu rými. Gluggar til suðurs úr stofu. 
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp og glugga til norðurs. 
Baðherbergi með flísalögðu gólfi, wc, handlaugarinnrétting og sturtuklefi. Gluggi til norðurs.
Svefnherbergi með tvöföldum fataskáp og glugga til norðurs.
Eldhús með ágætu skápaplássi, eldavél, vifta, gert ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp. Borðkrókur einnig. Gluggar til suðurs.
Þvottahús/geymsla inn af eldhúsi. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Skolvaskur, hillur, hurð út í garð og lúga upp á geymsluloft.
Innkeyrsla malarlögð. Góður garður sem hefur mikla möguleika.

Gólfefni eru plastparket og flísar.

Sjá staðsetningu hér:

Upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861 6866, tölvupóstur [email protected].


Borg í Grímsnesi er vaxandi byggðakjarni. Þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli, félagsheimili, verslun, gisting og tjaldsvæði. Á Borg er íþróttasalur og mjög góð sundlaug með gufu, rennibraut, heitum pottum og vaðlaug. Í félagsheimilinu er fjölbreytt menningarstarfsemi og viðburðir. 

Borg er í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík, vel staðsett miðsvæðis á Gullna hringnum og stutt í þekktar náttúruperlur, fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Kerið, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir.
Adrenalíngarðurinn Nesjavöllum, sýning í Ljósafossstöð. Lítil fjöll til að klífa og gönguleiðir í Þrastaskógi. Sólheimar í Grímsnesi lítið vistvænt þorp er skammt frá.


Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.