VALBORG fasteignasala og ráðgjöf kynnir í einkasölu raðhúsið Réttarheiði 18, 810 Hveragerði.
Fjögurra herbergja raðhús ásamt bílskúr við rólegan botnlanga á friðsælum og eftirsóttum stað.
Eignin er samtals 155,3 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Húsið sjálft er 128,6 m2 og telur forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottahús/geymslu. Bílskúrinn er 26,7 m2 að stærð.
Hellulögð innkeyrsla, steypt ruslatunnuskýli, afgirtur pallur fyrir utan stofu.
Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].Lýsing eignar:
Anddyri er flísalagt. Fatahengi.
Gangur sem tengir saman vistaverur hússins.
Eldhús með efri og neðri skápum, nýr ofn og nýtt 90cm helluborð og ný vifta. Svartur ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Stofa og
borðstofa með gluggum til suðurs, vesturs og norður. Hurð út á afgirtan pall á suðurhlið stofunnar. Sólríkt og skjólsælt svæði.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, innrétting með handlaug, vegghengt wc og "walk-in" sturta.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp og glugga til norðurs.
Svefnherbergi I með fataskáp og glugga til suðurs.
Svefnherbergi II með fataskáps og með glugga til norðurs.
Þvottahús er flísalagt og tengir íbúð og bílskúr. Nýtt í dag sem geymsla.
Innbyggður 26,7 m
2 bílskúr. Innkeyrsludyr með rafmagnsopnara, flísar á gólfi. Bílskúrinn er allur hin snyrtilegasti.
Geymsla í enda sem hægt er að nýta sem herbergi en er nýtt í dag sem geymsla og þvottahús. Þaðan er útgönguhurð í bakgarð (norður).
Hellulögð bílastæði við innkeyrslu með nýju snjóbræðslukerfi.
Skriðkjallari er undir húsinu.
Gólfefni hússins eru
flísar og
parket.
Nýlegar framkvæmdir telja meðal annars:
Haustið 2023 var endurnýjað járn og pappi á þaki auk þess sem skipt var um þær sperrur, spýtur og ull sem þurfti.
Í eldhúsi var skipt um bakarofn, helluborð og háf fyrir um ári síðan.
Gólfhitakerfi er nýlega yfirfarið og nýtt Danfoss stjórnkerfi sett upp.
Snjóbræðsla var sett í bílaplan og sett upp stýring fyrir það í bílskúr.
Frárennslislagnir myndaðar í nóvember 2023.Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur
[email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur
[email protected].
Aðrar eignir sem við seljum má sjá
hér.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.