Reykjamörk 4, 810 Hveragerði
49.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
73 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
38.850.000
Fasteignamat
41.350.000

SAMÞYKKT HEFUR VERIÐ TILBOÐ Í EIGNINA
VALBORG fasteignasala og ráðgjöf kynnir í einkasölu íbúð á efri hæð við Reykjamörk 4, 810 Hveragerði.
Um er að ræða bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð með góðum svölum.
Eignin er samtals 73 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Eignin telur forstofu, stofu, baðherbergi, eldhús, geymslu og tvö svefnherbergi.
Íbúðin er mjög vel staðsett í Hveragerði. Örstutt er í Grunnskólann, verslun og þjónusta í göngufæri.
Leikhús Hvergerðinga og Listasafn Árnesinga í næsta húsi og stutt er í strætóstoppistöð.

Sjá staðsetningu hér:

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Lýsing eignar:
Anddyri er rúmgott, flísar á gólfi.
Geymsla er til vinstri frá anddyri, en hún er 5 m2, með glugga og nýtist því vel.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og öll blöndunartæki frá Grohe.
Baðherbergið er vel skipulagt með góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, bæði í vinnuhæð.
Eldhús og stofa eru saman í opnu og björtu rými, með góðu útsýni og fallegri fjallasýn.
Hátt er til lofts í stofunni og góð lýsing. Samtals er eldhús og stofa 25,6 m2.
Úr stofu er gengið út á svalirnar sem eru 9,4 m2. Svalirnar vísa til vesturs.
Eldhúsinnréttingin er frá HTH. Samsung eldhústæki og blöndunartæki frá Grohe. Innbyggð uppþvottavél og örbylgjuofn fylgir.
Hjónaherbergið er 11,7 m2 með góðri lofthæð og fjórföldum fataskáp.
Barnaherbergið er 7,2 m2 með tvöföldum fataskáp.
Gólfhiti í forstofu og baðherbergi.
Parket á alrými og herbergjum.

Hellulagt er á milli húsa en tröppur að húsinu steyptar.
Tröppur og gangstéttar eru upphitaðar.
Hellulagðar gangstéttar eru frá bílastæði að eigninni.
Sérmerkt bílstæði fylgir eigninni.
Lóðin er þökulögð og snyrtilega frágengin. 
Hugað var að eldri trjám á lóðinni á framkvæmdartímanum og njóta nokkur tré umhverfisverndunar.
Húsið er forsteypt einingarhús frá Loftorku, steinað að utan og því viðhaldslítið.

Staðsetningin á þessari eign er mjög góð. Listasafn Árnesinga er við hliðin, örstutt er í verslun og þjónustu. Grunnskóli og leikskóli eru í göngufæri.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.