Valsheiði 6, 810 Hveragerði
109.700.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
202 m2
109.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
101.150.000
Fasteignamat
93.650.000

VALBORG fasteignasla kynnir í einkasölu Valsheiði 6, 810 Hveragerði.
Fallegt einbýlishús með bílskúr og gríðarlega fallegum garði.
Hellulagt bílaplan, gróðurhús og allur frágangur til fyrirmyndar.
Eignin er samtals 202,8 m² m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, íbúðin er 170,4 m² og bílskúr 32,4 m².
Skipting eignar er eftirfarandi: forstofa, stofa,eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasnyrting, fjögur svefnherbergi, þvottahús/geymsla og bílskúr. Sérsmíðaðar innréttingar og fataskápar.
Stór timburverönd til hliðar og bakvið eignina sem endar út á óbyggt svæði með móa og fallegri náttúru.
Virkilega falleg eign á eftirsóttum stað við Valsheiði. Bakgarðurinn snýr að opnu, óbyggðu svæði með fallegum göngu og hjólastígum.
Garðurinn og allt umhverfi hússins hefur fengið mikla og vandaða umsjá og húsið steinað að utan og viðhaldi sinnt.


Sjá staðsetningu hér:

Nánari lýsing eignar:
Forstofa:
er flísalögð. Þar er tvöfaldur fataskápur og skúffueining.
Eldhús: er opið og bjart með útgengt á timburverönd. Þar er stór, sérsmíðuð innrétting með miklu geymsluplássi. Efri og neðri skápar og mikið vinnupláss, glerskápar með lýsingu og hillueiningar.
Stofa: er parketlögð og með útgengt á timburverönd.
Baðherbergi: er flísalagt, þar er innrétting með handlaug, sturta og hornbaðkar. Frá baðherbergi er útgengt á timburverönd.
Gestasnyrting: er flísalögð, þar er upphengt wc og innrétting með handlaug.
Hjónaherbergi: er parketlagt og gluggum á tveimur hliðum. Sérsmíðaður, sexfaldur fataskápur með skúffueiningum.
Svefnherbergi: eru þrjú, parket á gólfum, öll björt með tveimur til þremur gluggum.
Þvottahús: góð innrétting með skápum og skúffum, plássi fyrir þvottavéla & þurkara
Bílskúr: er flísalagður og þar er nýtt geymsluloft.
Hellulagt bílaplan og einnig er hellulagt meðfram eigninni og bakvið.
Sorpskýli eru aflokuð og vel frágengin. Þar er einnig gott geymslupláss fyrir reiðhjól og fleira.

Gólfefni eignarinnar er parket og flísar.
Gólfhiti er í allri eigninni.

Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.