VALBORG fasteignasala og ráðgjöf kynnir í einkasölu íbúð á þriðju hæð við Grænumörk 2, 800 Selfossi.
Um er að ræða íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi, með sérinngangi, samtals 72,3 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin, sem er skráð 66,3 m2, telur forstofu, eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu ásamt 6 m2 geymslu.
Ný svalalokun er á svölunum og nýtast þær því vel allan ársins hring.
Íbúðin er á 3. hæð í snyrtilegu og vel viðhöldnu fjölbýlishúsi fyrir 50 ára og eldri, miðsvæðis á Selfossi.
Sjá staðsetningu hér:
Nánari lýsing eignar:Forstofa er flísalögð og þar er tvöfaldur fataskápur.
Stofa: er parketlögð og útgengt á yfirbyggðar svalir.
Eldhús: með viðarinnréttingu, efri og neðri skápar og ofn í vinnuhæð.
Svefnherbergi: parketlagt og með sexföldum fataskáp.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf & gólf. Þar er upphengt wc, innrétting með handlaug og skápum og "walk-in" sturta.
Þvottahús: innangengt úr forstofu. Þar er skolvaskur og hillueiningar. Flísar á gólfi.
Gólfefni eru:Flísar og eikarparket.
Í sameign hússins er salur sem íbúar hafa afnot af auk sameiginlegs rýmis þar sem m.a. er líkamsræktaraðstaða.
Húsið er klætt álklæðningu og í því er lyfta. Í garði eru hellulagðar stéttir og umhverfi allt mjög snyrtilegt.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]. Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.