Bakkavör 44, 170 Seltjarnarnes
240.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
4 herb.
295 m2
240.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
125.650.000
Fasteignamat
164.350.000

Valborg fasteignasala kynnir:  Stórglæsilegt 295,3 fm parhús á tveimur hæðum á besta stað á Seltjarnarnesi með einstaklega glæsilegu útsýni yfir hafið, Reykjanesið og Esjuna.  Húsið er samtals 258,3 fm og bílskúrinn er 37,0 fm . Eigninni hefur verið vel viðhaldið og talsvert endurnýjuð á sl árum og stendur hátt við Bakkavör á Seltjarnarnesi og hefur því óviðjafnanlegt útsýni.  Auðvelt væri að útbúa séríbúð á neðri hæð. Eignin er mjög björt með miklum gluggum þ.á.m. stórum þakgluggum sem hleypa inn miklli birtu í allt rýmið á efri hæð.  Tvennar svalir og góður pallur í garði.   Allar innihurðir og eldhús innrétting er sérsmíði.  Einstök eign með frábæra staðsetningu á Nesinu.  Snjóbræðsla í innkeyrslu.  Bókið skoðun.

Nánari upplýsingar veita:
Elvar Guðjónsson viðskfr. og löggiltur fasteignasali, í síma 8954000, tölvupóstur [email protected].
María Sigurðardóttir viðskfr. og löggiltur fasteignasali, í síma 8201780, [email protected]


Gengið inn í húsið á neðri hæð, góð forstofa með góðu skápaplássi, fallegar dökkar náttúruflísar á gólfi.  

Efri hæð:  Gengið upp á efri hæð hússins um stálstiga með viðarþrepum. Stórir þakgluggar hleypta mikilli birtu inn í rýmið í heild sinni.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt, aukin lofthæð, massíft rauð-eikarparket á gólfum, glæsilegt útsýni til suðurs, útgengi á suðursvalir með útsýni yfir hafið, allt Reykjanesið og Bláfjöll.
Sjónvarpsstofa: Rauðeikarparket á gólfi, væri hægt að breyta þessum hluta í auka svefnherbergi. 
Borðstofa: Opin milli eldhús og setustofu, rauðeikarparket á gólfi, aukin lofthæð, útgengi á stórar svalir sem snúa í vestur.
Eldhús: Nýleg falleg sérsmíðuð viðarinnrétting með góðum tækjum í eldhúsi.sem var endurnýjað algjörlega fyrir fáeinum árum, marmaraborðplata, mikið skápapláss. Eldunareyja er marmaraklædd, en unnt er að sitja við hana. Skilur að eldhús og borðstofu, rauðeik á gólfi, útgengi er úr eldhúsi á lóð aftan við húsið. Útsýni úr eldhúsglugga til norðurs á Esjuna. 
Baðherbergi: Allt endurnýjað á mjög vandaðan hátt fyrir fáeinum árum, fallegar flísar í hólf og gólf, gólfhiti, stór flísalagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er inn í, tvöfaldur vaskur á marmarborðplötu, með hvítri sérsmíðaðri innréttingu undir, speglaskápar á vegg, upphengt salerni.  Innangengt á tveimur stöðum þ.e. úr hjónaherbergi og einnig við stofu.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi, með innréttuðu stóru fataherbergi, einnig innangengt á baðherbergið, Fataherbergið var áður barnaherbergi. Rauðeik á gólfum,

Neðri hæð: 
Forstofa: Stór og góð.  Náttúruflísar á gólfi, fataskápar. 
Stofa: Rúmgóð stofa, eikarparket og náttúruflísar á gólfum, innrétting á vegg, útgengi á timburverönd vestan við húsið. 
Svefnherbergi 1:Við stofu, mjög rúmgott herbergi, Eikarparket á gólfi, gólfsíður gluggi (var áður útigeymsla)
Svefngangur: Lokanlegur með rennihurð, dökkar náttúruflísar á gólfi. 
Svefnherbergi 2: Rúmgott herbergi,eikarparket á gólfi, fataskápur
Svefnherbergi 3: Rúmgott herbergi, eikarparket á gólfi, fatasakápur. 
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, innrétting undir vaski, flísalagður sturtuklefi með innbyggðum blöndunartækjum.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús, náttúruflísar á gólfi, hvítar innréttingar, skolvaskur, gluggi. Framan við þvottahús er einnig rennihurð sem skermir álmuna af við stigann upp á efri hæð hússins.
Á neðri hæð eru auka 9,8 fm sem ekki er inn í skráðum fm hússins.

Til móts við stigann milli hæðanna er innangengt (brunavarnarhurð) í stóran bílskúr, innst í bílskúrnum er stór geymsla með hillum. Hiti, rafmagn og rennandi vatn eru í bílskúrnum. Hleðslustöð fyrir rafbíla er einnig í bílskúrnum.
Undir innistiga er lítil geymsla með rennihlerum.

Húsið var múrviðgert og málað að mestu að utanverðu 2022.
Þakkantur hússins var endurnýjaður 2020.
Neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar að hluta fyrir um 5 árum.
Skipt var um þakjárn á sl. ári.

 
Nánari upplýsingar veita: Elvar Guðjónsson viðskfr. og löggiltur fasteignasali , í síma 8954000, tölvupóstur [email protected].
                                            María Sigurðardóttir viðskfr. og löggiltur fasteignasali í síma 8201780, [email protected]


Bakkavör 44, Seltjarnarnesi, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 226-1334 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Bakkavör 44 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 226-1334, birt stærð 295.3 fm.Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.