Valborg fasteignasala kynnir: Stórglæsilegt og einstakt einbýlishús á besta stað í Fossvogi. Húsið er 285,6 fm að stærð, auk þess er ca. 100 fm rými í kjallara með gluggum og góðri lofthæð (ca.235 cm) sem býður upp á mikla möguleika. Eignin er því í raun um 385 fm. Stórar og glæsilegar stofur með stílhreinum arinn, borðstofa, sjónvarpsherbergi, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, þvottahús og 40 fm bílskúr. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Reyni Pálssyni og teiknaðar af Gunnari Magnússyni húsgagna-og innanhúsarkitekt. Arkitekt hússins er Kjartan Sveinsson. Palisander er gegnumgangandi efni í húsinu. Hvít teppi og granít á gólfum, marmara físar á baðherbergi. Stór lóð með góðum garði, hiti í stétt fyrir framan húsið. Húsið er bjart, með stórum gluggum á öllum hliðum. Byggt var ofan á þak hússins árið 1995, Þakkantur hússins og þakniðurföll þarfnast viðhalds. Húsið er allt hið vandaðasta og vel um gengið. Falleg hönnun innanhúss hefur vakið mikla athygli og fjallaði Dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur um það í bók sinni Húsgögn og innréttingar (sjá neðar í texta). Hér er því um einstaka hönnunar perlu að ræða. Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Ólafsson viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali í síma 824 4320, tölvupóstur [email protected].
Maria Guðrún Sigurðardóttir viðsk.fr./lögg.fasteignasali, í síma 8201780, tölvupóstur [email protected].Eignin Bjarmaland 13 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-7292, birt stærð 285.6 fm. Íbúð er 244,9 fm, bílskúr er 40,7 fm.
Í bílskúr er rennandi vatn og tveir inngangar, að framan og úr porti.
Einstakt hús við helstu útivistarperlur Reykjavíkur, Fossvogdalinn, Elliðaárdalinn, Nauthólsvíkina og Öskjuhlíðina. Rólegt hverfi með góðum tengingum við stofnbrautir og útivistar svæði.
Stutt er í alla þjónustu, skóla, íþróttaaðstöðu og vinsælt útivistarsvæði með göngu- og hjólastígum sem tengja allt höfuðborgarsvæðið.
Nánari lýsing:Anddyri: Sérsmíðuð innrétting með skáp úr palesander. Granit á gólfi.
Stofa: Stór og björt stofa með fallegum stílhreinum arinn, stórum gluggum og hvítu teppi á gólfi.
Borðstofa: Björt og rúmgóð borðstofa með stórum glugga.
Eldhús: Sérsmíðuð innrétting úr palesander, svart granit á borðum og á gólfi, málmklæðning í lofti með innbyggðri lýsingu.
Baðherbergi er þrískipt:
Snyrting: Stórt snyrtiborð úr palesander með tveimur vöskum og stórum spegli.
Baðherbergi: Sér herbergi með sturtu, baðkari, marmaraflísar á veggjum og á gólfi.
Salerni: Sér herbergi með salerni og vask, marmaraflísar á veggjum og á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum skáp úr palisander og sér baðherbergi. Hvít teppi á gólfi.
Svefnherbergi I-4: Fjögur svefnherbergi með palisander skápum og hvítu teppi á gólfi.
Sjónvarpsherbergi: Herbergi inn af stofu með hvítu teppi á gólfi, (má nýta sem svefnherbergi)
Þvottahús: Gott þvottahús inn af eldhúsi. Granít á gólfi.
Alrými: Gott alrými er í kjallara sem má nýta sem tómstundaherbergi eða svefnherbergi.
Bílskúr: 40 fm með gluggum og hurð út í port.
Húsið er einstakt að mörgu leyti og hefur
Dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur skrifað og birt myndir af húsinu í bók sinni
Húsgögn og innréttingar þar sem hún skrifar um verk
Gunnars Magnússonar innanhúsarkitekt/húsgagnahönnuður. Þar skrifar Ásdís "Gunnar Magnússon er meðal afkastamestu og frumlegustu húsgagnahönnuða og innanhússarkitekta okkar og hefur markað djúp spor í sjónræna vitund og daglegt umhverfi margra Íslendinga".
Um húsið skrifar hún meðal annars: " Palisander er gegnumgangandi efni í anddyri, klæðningum í stofu, eldhúsinnréttingu, skápum og innréttingum svefnherbergja,hluta baðherbergja, öllum hurðum,stigahandriði, svo og einstökum hlutum. Veggir eru hvítir, nema stöku veggir eins og milli anddyris og stofu sem eru með grábláum lit sem húseigandi kallar "bláa litinn hans Gunnars".Fallegur stílhreinn arinn er í hornvegg í stofu. Baðherbergi er sérstakt því vaskar eru í opnu rými sem tengist svefnherbergjunum, salerni er sér svo og bað og sturta. Dökkar marmaraflísar voru valdar við snyrtitækin sem eru ljósrauðbrún. Salernið er fest á vegginn sem var nýnæmi á þeim tíma. Í eldhúsiu var granit sett í stað plastefna á borð og í stað parkets á gólf, málmklæðning í loft og veggur málaður grár. Vinnu- og þvottaherbergið er upprunalegt með ljósari viði og appelsínugulu plastefni og minnir um margt á fyrstu eldhús Gunnars."
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.