Akurgerði 38, 108 Reykjavík (Austurbær)
119.500.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
168 m2
119.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
71.900.000
Fasteignamat
89.500.000
Opið hús: 31. maí 2023 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: Akurgerði 38, 108 Reykjavík. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 31. maí 2023 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Valborg fasteignasala kynnir: Mikið endurnýjað og glæsilegt 168 fm parhús að  Akurgerði 38, 108 Reykjavík,
Húsið hefur verið sérlega smekklega endurgert og hver fermetri vel nýttur. Glæsileg 19 fermetra viðbygging var byggð út frá borðstofu 2015. Viðbygging og allar breytingar á húsinu  voru hannaðar af A2F Studio.  Einnig voru byggðar geymslur austan megin við húsið sem ekki eru inni í fermetrafjölda hússins. Á fyrstu hæð er nýlegt eldhús með sérsmíðaðri innréttingu og gaseldavél frá Smeg. Borðstofa/stofa með gólfsíðum gluggum og útgengi út í fallegan garð sem snýr í suður. Einnig er nýleg gestasnyrting á fyrstu hæð. Á efri hæð hússins eru þrjú björt svefnherbergi, vinnuaðstaða og baðherbergi sem var endurnýjað árið 2009. Í kjallara hússins er forstofa, sjónvarpsherbergi/svefnherbergi  og þvottahús. Fallegur garður, hiti í stétt og góðar geymslur. (sjá nánar um  endurbætur neðar í texta).


Eignin Akurgerði 38 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-4376, birt stærð 168.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Maria Guðrún Sigurðardóttir  viðsk.fr./lögg.fasteignasali, í síma 820 1780, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing:
1.hæð
Forstofa:
Flísalögð með góðum skáp, 
Gestasnyrting: Flísalögð endurgerð árið 2009
Eldhús: Sérsmíðuð eldhúsinnrétting, gaseldavél frá Smeg. Eldhúsið var  endurnýjað árið 2015. Parket á gólfi.
Borðstofa/stofa: Bjart og fallegt rými með gólfsíðum gluggum og hurð út í garð. Stækkun út frá borðstofu var gerð árið 2015. Parket á gólfi.Innbyggð lýsing.
Gardínur í borðstofu fylgja með svo og innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél í eldhúsi. Einnig ofn og örbylgjuofn í eldhúsi
2.hæð.
Svefnherbergi I: Bjart með tveimur gluggum, góður skápur, dúkur á gólfi.
Svefnherbergi II: Með skáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Með skáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt,endurnýjað árið 2009 með skápum, vaski, salerni og baðkari.
Vinnurými: Útbúið hefur verið vinnurými á gangi.

Kjallari:
Forstofa:
Flísalögð.
Sjónvarpsherbergi/svefnherbergi: Með parketi á gólfi.
Þvottahús: Flísalagt og með sturtuaðstöðu.

Geymslur: Góðar geymslur voru smíðaðar árið 2015 við austurenda hússins.

Endurbætur:
Árið 2020: Fráveiturör og skolplagnir endurnýjaðar í bílaplani og út í götu frá öllum húsunum 34-40.

Árið 2016: Parket í eldhúsi, borðstofu, setustofu og gangi endurnýjað.
Fremri austurgluggi í eldhúsi og austurgluggi í svefnherbergi á annarri hæð endurnýjaðir.
Ýmsar framkvæmdir við hús, geymslur,stétt og lóð.

Árið 2015: Margs konar endurnýjanir og lagfæringar áttu sér stað á raflögnum í húsinu, auk nýrra nauðsynlegra raflagna o.fl. sem  tengdist stækkun hússins.
Ný eldhúsinnrétting sett upp. Ný eldhústæki. Frárennsli frá vaski var endurnýjað.
Geymslur við austurmörk lóðar byggðar.
Gluggi settur í austurátt í svefnherbergi. Mikið opnanlegur þannig að um flóttaleið er að ræða
 
Árin 2014 - 2016:
Vatnslagnir voru mikið endurnýjaðar í tengslum við endurbætur og breytingar 2014-2016.  Þar sem því var við komið var gömlum lögnum „slaufað“ og nýjar lagnir settir í staðinn.  Ýmsar endurbætur voru einnig gerðar 2002-2004.
Raflagnir voru mikið endurnýjaðar í tengslum við endurbætur og viðhald 2014-2016.  Endurnýjun og yfirferð í rafmagnstöfluskáp í kjallara.  Löggiltir rafverktakar.

Árið 2014: Teikningar gerðar af viðbyggingu við húsið út frá borðstofu, auk byggingu geymsla við lóðarmörk að austan. Teiknaðar breytingar á lóð næst húsi að sunnan og austan.
Byrjað að skipta um jarðveg næst húsinu að sunnan og austan. Þeim jarðvegsframkvæmdum var síðan framhaldið og þeim lokið vorið 2015.
Grunnur að stækkun hússins út frá borðstofu steyptur. Út af vetrarveðri lágu framkvæmdir svo niðri um veturinn.

Árið 2010: Járn, rennur o.fl. á þaki endurnýjað. Strompur fjarlægður.

Árið 2009: Búið til (ný) snyrting og WC á jarðhæð hússins og skilið á milli þess rýmis og forstofu. Skápur settur í forstofu.
Baðherbergi og WC á annarri hæð hússins endurnýjað með skápum, vaski, salerni, baðkari o.fl.
Nýjar skolplagnir voru settar upp út frá WC/baðherbergjum.
Gólf í forstofu og salerni á jarðhæð flísalagt. Veggir salernis sömuleiðis.
Gólf og veggir baðherbergis á annarri hæð flísalagðir.

Árið 2007: Skipt um gler í flestum gluggum hússins. Sumstaðar eru sökklar glugganna endurnýjaðir.
 
Árin 2002 - 2005: Þakgluggi settur.
Stigi  paketlagður af jarðhæð upp á aðra hæð.
Þvottahús flísalagt og sturtuaðstaða sett upp.
Vinnurými útbúið á annarri hæð.
Hurð stækkuð úr setustofu út í garð.


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.