Vífilsgata 13, 105 Reykjavík (Austurbær)
119.000.000 Kr.
Parhús
7 herb.
139 m2
119.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1938
Brunabótamat
67.550.000
Fasteignamat
108.050.000

Valborg fasteignasala kynnir fallegt, steinsteypt, vel staðsett parhús á þremur hæðum við Vífilsgötu 13 í Reykjavík. Þetta er fjölskylduhús í Norðurmýrinni sem er einn eignarhluti með þremur íbúðum og sameign, alls 176 fm.  Það virðist vera hægt að skipta húsinu í þrjá eignarhluta og þrjár íbúðir.   Húsið hentar vel til útleigu.  Það liggja miklir möguleikar í þessu vel staðsetta húsi í Norðurmýrinni.

Efri hæðin er hol, stofa, hjónaherbergi, barnaherbergi, flísalagt baðherbergi og eldhús.  Hæðin er öll nýlega máluð, tréverk lakkað og parket í stofu, hjónaherbergi og holi slípað og lakkað. Á rislofti er geymslupláss.  Vestur svalir.
Neðri hæðin er hol, stofa, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og eldhús.
Kjallarinn er með stúdíóíbúð, þvottahúsi, salerni, og þremur geymslum.  Kjallarinn þarfnast lagfæringa. 

Húsinu hefur verið haldið ágætlega við gegnum árin en er þó að mörgu leyti í upprunalegu ástandi.  Meðal annars var fyrir  u.þ.b. 8 árum dregið plaströr inn í holræsi frá húsvegg út í götu, holræsalagnir myndaðar undir húsinu og þær lagfærðar þar sem þurfti.

Húsið er skráð 139 fm hjá þjóðskrá. Sundurliðuð skráning Vífilsgötu 13 hjá þjóðskrá Íslands er hinsvegar eftirfarandi;  Fasteignanúmer  201-1075, birt stærð 2. hæð 53,4 fm, 1, hæð 53,4 fm, kjallari 32,2 fm og sameign allra 37,4 fm.  Samtals er eignin því 176.4 fm að meðtöldum stigaopum.

***Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun og/eða fáðu nánari upplýsingar. Aðalsteinn Steinþórsson Viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali, tölvupóstur [email protected] - sími 896-5865.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.