Hjallabrún 6, 810 Hveragerði
78.500.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
138 m2
78.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
61.980.000
Fasteignamat
72.250.000

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA
VALBORG fasteignasla kynnir í einkasölu Hjallabrún 6, 810 Hveragerði.
Um er að ræða parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr.
Eignin er samtals 138,7 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er 114,5 m² og bílskúrinn 24,2 m²
Íbúðin telur forstofu, alrými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu ásamt bílskúr sem innangengt er í.
Skjólgóður pallur er við húsið og þar er heitur & kaldur pottur.
Bílaplan er hellulagt og lóð frágengin.
Leikskólinn Undraland er í göngufæri sem og fallegar gönguleiðir við Reykjafjall, Ölfusborgir, Varmá og fleira.
Falleg og viðhaldslítil eign með góðu útisvæði fyrir fjölskylduna.


Sjá staðsetningu hér:

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Lýsing eignar:
Forstofa: er flísalögð og þar er tvöfaldur fataskápur. Frá forstofu er innangengt í bílskúr.
Alrými: er opið og bjart en þar er eldhús, stofa og borðstofa.
Eldhús: hvít innrétting með efri & neðri skápum, eldhúseyja með vinnuplássi og skúffueiningum, bakarofn í vinnuhæð.  
Stofa: frá stofu er eru útgengt á aflokaða timburverönd en þar er heitur og kaldur pottur.
Hjónabergi: með fjórföldum fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi I og II: tvöfaldur fataskápur í báðum herbergjum, parket á gólfi.
Baðherbergi: er flísalagt, upphengt wc, "walk-in" sturta, skápur og innrétting með handlaug.
Þvottahús: hvít innrétting með skolvaski og pláss fyrir þvottavél & þurkara.
Bílskúr: mjög snyrtilegur með epoxy á gólfi.
Geymslipláss er á háalofti yfir hluta eignarinnar.
Allar innréttingar og innihurðir eru hvítar.

Gólfefni:
Flísar á forstofum, baðherbergi og þvottahúsi.
Parket á herbergjum, alrými, eldhúsi og stofu.
Epoxy á bílskúr.

Byggingarár eignarinnar er 2017.
Fastanúmer eignar er 236-7840.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.