VALBORG kynnir í einkasölu vel staðsett sumarhúsi, úr landi Leynis í Bláskógabyggð, 806 Selfossi.
Eignin er samtals 47,3 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands en mælist tæpir 60 m².
Eignin telur forstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, baðherbergi og geymsluskúr.
Húsið er kynnt með hitaveitu, nýjar frárennslislagnir undir öllu húsinu, nýr heitur pottur, ný hitastýring, húsið var allt pússað upp s.l. sumar og málað að utan.
Húsið er á eignarlóð, kynt með hitaveitu. Einstaklega friðsæl staðsetning.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].Sjá staðsetningu hér.Húsið skiptist sem hér segir:
Stórt
anddyri með fatahengi og hægt er að nýta hluta þess sem geymslu. Tengi fyrir þvottavél en hún fylgir með.
Tvö
svefnherbergi, skápur í stærra herberginu.
Stofa/eldhús í sama rými, útgengt á verönd. Ikea innrétting með eikarhurðum. Kamína í stofu. Tengi fyrir uppþvottavél en hún fylgir með. Nýr ísskápur getur einnig fylgt með.
Baðherbergi, upphengt salerni, vaskur og sturtuklefi.
Gólfefni:
Plastparket á herbergjum,
gegnheilt parket og
flísar í stofu.
Stór
pallur á suður- og vestuhlið hússins. Nýr
heitur pottur.
Geymsluskúr á palli.
Fánastöng við innkeyrslu lóðarinnar.
Húsið er kynnt með
hitaveitu og er greitt fast gjald, óháð notkun. Heita vatnið kemur frá Böðmóðsstöðum.
Lóðin er
5.400 m² eignarlóð úr landi Leynis í Bláskógabyggð. Gott sléttað
tún og skjólgóður trjágróður. Um það bil 150 metrar eru að Brúará.
Ýmis verkfæri s.s. sláttuvéla og önnur garðverkfæri geta hugsanlega fylgt með ásamt hluta af innbúi ef um semst.
Nýlegt viðhald/breytingar að sögn seljenda:Nýr heitur pottur með hitastýringu í geymsluskúr.
Frárennsli hússins endurnýjað og lögnum breytt svo þær renni framhjá nýjum heitum potti til að varna frosti. Hitaþráður einnig á lögn að potti.
Nýjar rúllugardínur í stofu.
Ný blöndunartæki í eldhúsi.
Lagnir fyrir þvottavél endurnýjaðar.
Húsið pússað upp og málað sumarið 2022.
Gjald í félag sumarhúsaeigenda á svæðinu er kr. 10.000,- pr. ár.
Nokkrar fjarlægðir:
Hveragerði u.þ.b. 59 km.
Olís Norðlingaholti u.þ.b. 85 km.
Laugarvatn u.þ.b 11 km.
Geysir u.þ.b. 20 km.
Aðrar eignir sem við seljum má sjá
hér.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur
[email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur
[email protected].
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.