Freyjustígur 4, 805 Selfoss
54.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
81 m2
54.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
45.550.000
Fasteignamat
43.850.000

SAMÞYKKT HEFUR VERIÐ TILBOÐ Í EIGNINA
Valborg fasteignasala kynnir glæsilegt sumarhús að Freyjustíg 4, 'Englastaðir'
Um er að ræða vel byggt sumarhús á tæplega eins hektara eignarlandi í landi Ásgarðs, 805 Selfossi, við rætur Búrfells. 
Húsið er skráð 81,2 msamkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. 
Þrjú svefnherbergi, svefnloft nýtt sem setustofa. Stór pallur umlykur húsið.
Húsið kynnt með hitaveitu. Landið er í halla og því sérlega fallegt útsýni yfir Ingólfsfjall, Sogið og nærsveitir.


Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823 3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Nánari lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi.
Rúmgóðri geymslu hefur verið breytt í svefnherbergi.
Tvö önnur svefnherbergi, öll með gluggum til norðurs.
Baðherbergi með upphengdu wc, innréttingu, sturtuklefa og útgengi á pall. Tengi fyrir þvottavél.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Innrétting með tengi fyrir uppþvottavél.
Útgengt á pall til suðurs. Mikilfenglegt útsýni yfir Grímsnes, Ingólfsfjall, Sogið og nærsveitir.
Stigi úr alrými liggur upp á svefnloft sem er nýtt sem stofa/sjónvarpsherbergi.
Innbú getur fylgt með í kaupunum, eftir nánara samkomulagi aðila.
Eignin er kynnt með hitaveitu. Gólfhiti er í eigninni.

98,5 m2 pallur umlýkur húsið.
Heimreiðin er vörðuð með stuðlabergi.
Landið er ríkt af berjum.
Húsið stendur á 9.737 m2 eignarlóð.

Aðeins 18km eru á Selfoss og stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, s.s. Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins.
Stutt í veiði, sundlaug, golfvöll og fallegar gönguleiðir.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson í síma 823 3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected]


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.