Hamar austur-landeyjum , 861 Hvolsvöllur
104.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
261 m2
104.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
2010
Brunabótamat
88.900.000
Fasteignamat
49.750.000

EIGNIN ER SELD MEÐ EÐLILEGUM FYRIRVARA
VALBORG kynnir í einkasölu einýblishúsið Hamar, 861 Austur-Landeyjum.
Vel skipulagt og fallegt hús með 3,7 hektara landi.
Eignin er samtals 261,6 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, fastanúmer 232-1146.
Húsið, skráð 181,6 m2, telur forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi og þvottahús/geymslu.
Bílskúrinn, skráður 80 m2, er mjög rúmgóður en í enda hans er stúdíóíbúð með sér inngangi.
Pallur fyrir sunnan hús, steypt gangstétt fyrir framan hús. Falleg fjallasýni, t.d. sjást vel Eyjaföllin, Tindfjöll, Hekla og Vestmannaeyjar.
Miklir ferðaþjónustumöguleikar. Spildan er grasgefin og afmörkuð með girðingu og því hentug fyrir fólk í hestamennsku. 
Stutt er í margar helstu náttúruperlur á Suðurlands, til dæmis Þórsmörk, og hentar því vel útivistarfólki.
Deiliskipulag fyrir landið sem heimilar byggingu samtals sex húsa til viðbótar með gistirými fyrir allt að 25 gesti hefur verið samþykkt.

Sjá staðsetningu hér.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Lýsing eignar:
Ílöng bygging með einhalla þaki, miklum gluggum á suðurhlið sem skila góðri náttúrlegri birtu inn og einstöku útsýni.
Forstofa er rúmgóð, flísalögð og með hurð inn í alrými hússins.
Gestabaðherbergi með wc, handlaug og sturtu inn af forstofu. 
Úr forstofu er komið inn í borðstofu og stofu í gríðarlega stóru alrými. Miklir gluggar til suður með glæsilegu útsýni til Eyja. 
Eldhús er opið, U-laga innrétting með helluborði, veggháf, gert ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp. Mikið skápapláss.
Tveir svefnherbergjagangar eru út frá stofu, í sitt hvora áttina.
Gangur I liggur til vestur frá stofu:
Stórt herbergi með glugga til norðurs.
Hjónasvíta með útgengi í garð.
Þar er fataherbergi og baðherbergi. Á því er innrétting með handlaug, frístandandi baðkar, sturta og handklæðaofn. Gluggar til suðurs og vesturs.
Gangur II liggur til austurs frá stofu:
Tvö rúmgóð herbergi, bæði með gluggum til norðurs.
Þvottahús/geymsla við enda gangsins. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Góðar hirlsur. Útgönguhurð á plan milli húss og bílskúrs.
Baðherbergi innaf þvottahúsi, innrétting með handlaug, wc og sturta.

Bílskúr er 80 m2 en honum hefur verið skipt í rúmgóðan bílskúr og stúdíóíbúð.
Bílskúrinn er með góðum innkeyrlsudyrum og inngönguhurð. Afstúkuð geymsla í skúrnum.
Stúdíóíbúð hefur verið gerð í enda skúrsins. Sér inngangur, flísalögð forstofa, baðherbergi með wc, handlaug og sturtu. Flísar á gólfi og veggjum.
Alrými með innréttingu, vaski og helluborði. Svefnaðstaða með góðum gluggum til suðurs og litlum gluggum til austur. Parket á gólfi. 
Einnig er inntaksrými eignarinnar við forstofu stúdíóíbúðarinnar.

Gólfefni:
Flísar á forstofum, baðherbergjum og þvottahúsi/geymslu.
Parket á herbergjum, stofu/borðstofu og eldhúsi

Samþykkt hefur verið deiliskipulag sem heimilar byggingu sex húsa til viðbótar en byggingarskilmálar eru:
"Innan byggingareits er heimilit að byggja allt að 4 gestahús með einum mæni, hvert um sig allt að 35 m2 að stærð, einn gistiskála með tveimur mænum allt að 70 m2 og þjónustuhús allt að 150 m2. Gisting verður fyrir allt að 25 manns á svæðinu. Gistiskálar verða byggðir í torfbæjarstíl."
Nánari uppl hjá fasteignasala.

Facebook-síðu Austur-Landeyja má sjá hér
Aðalskipulag Rangárþings Eystra um Hamar má sjá hér.
Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861-6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.