Blöndubakki 5, 109 Reykjavík
59.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
5 herb.
103 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1972
Brunabótamat
43.600.000
Fasteignamat
40.700.000

Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu; Blöndubakka 5, 109 Reykjavík.
Vel skipulögð íbúð í sex íbúða stigahúsi með auka herbergi í kjallara, herbergi sem er í útleigu.
Eignin er samtals 103,9 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin sjálf er 88,6 m2 og telur forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, baðherbergi og þvottahús/geymslu.
Í kjallara er 5,7 m2 geymsla auk 9,6 m2 herbergis sem er í útleigu. 
Í kjallara er einnig wc og þvottahús en þar er sturtu- og eldunaraðstaða.
Stutt í ýmsa þjónustu s.s. skóla og leikskóla.


Upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861 6866, tölvupóstur [email protected].


Nánari lýsing:
Stighús er teppalagt. Íbúðin er á fyrstu hæð, önnur hæð séð frá bílastæðum.
Samþykkt hefur verið að mála stigahúsið og einnig verður sett nýtt teppi á stigaganginn.
Anddyri með fataskáp.
Inn af gangi eru þrjú svefnherbergi, tvo stærri með fataskápum.
Baðherbergi er rúmgott með þvottahúsi/geymslu innaf. Upphengt wc, innrétting með handlaug, speglaskápur og baðkar. Endurnýjað að hluta ca 2014.
Eldhús með endurnýjaðri innréttingu (ca 2014), tengi fyrir uppþvottavél. Uppþvottavél getur fylgt ásamt ísskápum.
Stofa/borðstofa í einu og sama rýminu. Gluggar til suðurs og vestur.
Svalir til vesturs út af stofu.
Í kjallara er herbergi sem er í útleigu. Traustur greiðandi.
Auk þess er í kjallar geymsla, hjóla- og vagnageymsla, wc, þvottahús með eldunaraðstöðu og sturtuklefa.
Lóð er sameiginleg fyrir hús 1 - 15 og eru leiktæki á henni.
Húsfélög eru vel rekin og vel stæð. 

Ný hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er komin á sameiginlegum bílastæðum fyrir Blöndubakka 1 - 15.
Stutt er í leikskóla og grunnskóla, Mjóddin í næsta nágrenni með allri sinni þjónustu.

Byggingarár er 1972 og er heildar eignin skráð 103,9 fm samkævmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin með geymslu skráð 94,3 fm en útleiguherbergið 9,6 fm.

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson lgf, í síma 823 3300, tölvupóstur [email protected].
Elínborg María Ólafsdóttir, lgf, í síma 861 6866, tölvupóstur [email protected].


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.